Alan Trigg er Íslandsmeistari í 10-ball pool eftir 6-8 sigur gegn hinum unga Hlyni Stefánssyni. Mótið fór fram á Billiardbarnum í dag og er úrslitaviðureignin athyglisverð fyrir þær sakir að Alan er þjálfari Hlyns. Hlynur þykir einn efnilegasti poolspilari landsins.
Alan kemur frá Englandi og hefur mikla trú á Hlyn. „Á mínum fimmtíu ára þjálfaraferli hef ég þjálfað 15-20 þúsund manns. Hann er ábyggilega einn af bestu 1% leikmönnum af leikmönnum sem ég hef þjálfað.“
Sjá má myndefni frá mótinu í íþróttafréttum kvöldsins.