23. mars 2025 kl. 22:21
Íþróttir
Íþróttir

Ís­lend­ing­ar áttu góðu gengi að fagna á EM

Kristín Þórhallsdóttir á palli sem bronsverðlaunahafi í keppni í hnébeygju í -84 kg flokki á EM í klassískum kraftlyftingum 2025.
Kraftlyftingasamband Íslands

Íslenska sveitin á EM í klassískum kraftlyftingum náði ágætis árangri á mótinu sem fór fram á Spáni.

Kristín Þórhallsdóttir hreppti brons í hnébeygju -84 kg flokki er hún lyfti 202,5 kg. Hún lyfti samanlagt 527,5 kg. Hún endaði í 4. sæti í samanlögðum árangri.

Birgit Rós Becker varð í 13. sæti í samanlögðum árangri en hún lyfti 442,5 kg.

Í +84 kg voru þær Þorbjörg Mattíasdóttir og Hanna Jóna Sigurjónsdóttir. Samanlagt lyfti Þorbjörg 510 kg og hafnaði í 6. sæti og Hanna var með 502,5 kg í samanlögðum árangri og hreppti 7. sætið.

Þá keppti Þorsteinn Ægir Óttarsson í +120 kg flokki, en hann lyfti samanlagt 795 kg og hafnaði í 9. sæti.

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV