23. mars 2025 kl. 12:48
Íþróttir
Formúla 1

Hamil­t­on dæmdur úr leik eftir keppni

epa11982474 Scuderia Ferrari driver Lewis Hamilton of Britain in action during the 2025 Formula 1 Chinese Grand Prix at the Shanghai International Circuit in Shanghai, China, 23 March 2025.  EPA-EFE/WU HAO
EPA-EFE / WU HAO

Lewis Hamilton hefur verið dæmdur úr leik í kínverska Formúlu 1-kappakstrinum vegna tæknibrots á Ferrari-bíl hans. Ein af skriðblokkunum (e. skid block) á bíl Hamiltons reyndist vera þynnri en krafist er. Formúlu 1-bílar eru með skriðblokkir í gólfi sem eiga að tryggja að bíllinn haldi ákveðinni akstursþyngd og keyri ekki of lágt.

Liðsfélagi hans Charles Leclerc og Pierre Gasly hjá Alpine voru einnig dæmdir úr leik, en bílar þeirra reyndust vera of léttir við eftirlit að keppni lokinni.

Piastri vann keppnina fyrir McLaren. Hamilton missir 6. sæti sitt í aðalkeppninni. Leclerc var í 5. sæti og Gasly í 11. sæti og missa þeir báðir sæti sín.