21. mars 2025 kl. 21:47
Íþróttir
Handbolti

Loks vann Grótta

Grótta hafði betur gegn Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld, 30-21. Þetta var fyrsti sigur Gróttu síðan 9. nóvember.

Grótta er enn neðst í deildinni, stigi frá ÍBV og tveimur frá Stjörnunni sem er í sjötta sæti. ÍBV tekur á móti Selfoss á morgun í lokaleik 19. umferðar og getur því með sigri þar komist upp fyrir Stjörnuna.

Eftir þann leik eru tvær umferðir eftir af deildinni. Neðsta liðið fellur beint en liðið í sjöunda fer í umspil við lið úr Grill 66-deildinni um sæti í Olísdeildinni.

Á hsi.is má finna stöðuna í deildinni og leikina sem liðin eiga eftir.

Aðrir eru að lesa