Hoppa yfir hindranir á tréhestum á hobbyhorse-móti

Hobbyhorse-íþróttin, sem hefur notið mikilla vinsælda víða erlendis, virðist vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Hobbyhorse-mót var haldið á Húsavík á dögunum og Landinn kom við.

Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Íþróttin er upprunnin í Finnlandi og henni svipar til frjálsra íþrótta þar sem hoppað er yfir alls kyns hindranir. Arnheiður María Hermannsdóttir Waage, átta ára, hefur stundað íþróttina í fjögur ár. Hún og mamma hennar, Guðný María Waage, ákváðu að halda mót á Húsavík og kynna íþróttina þannig fyrir fleiri krökkum.

Krökkunum gátu fengið að smíða og mála eigin hesta í FabLab á Húsavík. Sjálf var Arnheiður ánægð með að komast í stórt íþróttahús til að viðra hestinn því hingað til hefur hún látið nægja að búa til braut heima í stofu.

Aðrir eru að lesa