19. mars 2025 kl. 19:41
Íþróttir
Handbolti

Valur vann Hauka og nálgast deildarmeistaratitil

Thea Imani Sturludóttir í leik Vals og Selfoss í Olís deild kvenna 18. september 2024
RÚV / Mummi Lú

Valur vann Hauka 29-23 í toppslag í efstu deild kvenna í handbolta. Valur er nú 1. sæti með 34 en Fram fylgir á eftir með 30 stig. Haukar eru í 3. sæti með 28 stig.

Jafnt var í upphafi en eftir að Valur komst í 4-3 varð fljótlega ljóst í hvað stefndi. Heimakonur leiddu 15-9 í hálfleik og sigurinn var í raun aldrei í hættu.

Thea Imani Sturludóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir voru markahæstar með sjö mörk hvor hjá Val. Elín Klara Þorkelsdóttir var með átta mörk fyrir Hauka.