19. mars 2025 kl. 21:53
Íþróttir
Fótbolti

Tvenna Miedema gott vega­nesti fyrir Manchest­er City

Manchester City hafði betur gegn Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í Evrópu í kvöld. Fyrsta mark leiksins skoraði Vivianne Miedema á 60. mínútu leiksins. Miedema var aftur á ferðinni undir lok leiksins en á 88. mínútu skoraði hún sitt annað mark og lokatölur því 2-0.

Seinni leikur liðanna verður spilaður eftir viku, 27. mars. Tekin verða samanlögð úrslit þessara tveggja leikja og sigurvegarinn fer áfram í undanúrslit keppninnar.

Vivianne Miedema skoraði mark Manchester City gegn Chelsea.
Imago

Chelsea vann Mancester City á dögunum í úrslitaleik deildarkeppni kvenna í fótbolta.