19. mars 2025 kl. 19:48
Íþróttir
Fótbolti

Svein­dís og fé­lag­ar í erf­ið­um málum

Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg lutu í lægra haldi fyrir Barcelona 1-4. Leikurinn var sá fyrri í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í Evrópu en liðin mætast aftur 27. mars. Sveindís kom inn á fyrir Wolfsburg á 59. mínútu leiksins.

Wolfsburg mætti Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.
Imago

Barcelona var 0-1 yfir í hálfleik og komst á þriggja mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks í 0-3. Janina Minge minnkaði muninn fyrir Wolfsburg í 1-3. Sydney Schertenleib gulltryggði sigurinn fyrir gestina á 88. mínútu og lokatölur urðu 1-4. Wolfsburg hefur því verðugt verkefni í næsta leik liðanna.

Síðar í kvöld eigast við Manchester City og Chelsea.