19. mars 2025 kl. 20:57
Íþróttir
Handbolti
Fjölnir fellur úr Olísdeildinni
Fjölnir fellur úr Olísdeild karla í handbolta. Liðið hefur ekki átt sjö dagana sæla í deildinni í vetur en fall með átta stig er staðreynd. Þetta varð ljóst í kvöld eftir fjórtán marka tap gegn Aftureldingu, 34-20. Fjölnir átti lítið í lið Aftureldingar í kvöld sem náði yfirhöndinni snemma leiks. Mest munaði sex stigum á liðunum í fyrri hálfleik. Þá gáfu Mosfellingar í og sigruðu að lokum stórsigur, 34-20.
Fjölnir vann alls fjóra leiki í deildinni í vetur og tapaði sextán. Liðið mun því leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili.