Miðasala á heimaleiki Íslands í Þjóðadeild kvenna hefst í hádeginu á morgun. Um er að ræða leiki Íslands gegn Noregi föstudaginn 4. apríl og Sviss þriðjudaginn 8. apríl. Báðir leikir hefjast klukkan 16:45 og fara fram á Þróttarvelli. Þar sem leikið er á Þróttarvelli eru aðeins 1.000 miðar í boði.
Miðasalan fer fram á Stubb.is, hægt verður að tryggja sér miða hér. Miðaverð er 3500 kr. fyrir fullorðna en 1750 kr. fyrir 16 ára og yngri.