17. mars 2025 kl. 18:24
Íþróttir
Skíði

Áreitti ný­krýnd­an heims­meist­ara

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ólöglega sent fjölmörg skilaboð og áreitt skíðagöngukonuna Fridu Karlsson. Frá þessu er greint á P4 í Svíþjóð. Manninum var meinað að hafa samband við Karlsson síðastliðið haust en hefur margoft brotið gegn því, að því er sænska útvarpsstöðin greinir frá.

Hann er sagður hafa sent yfir 200 sms-skilaboð með móðgandi efni til Karlsson og hann er einnig sagður hafa verið fyrir utan heimili hennar. Sakborningurinn neitar sök.

Frida Karlsson varð heimsmeistari í 50 kílómetra göngu á HM á skíðum í Þrándheimi 9. mars.

epa11951192 Frida Karlsson from Sweden wins gold in the Women's 50 km Mass Start Free Technique at the FIS Nordic World Ski Championships in Trondheim, Norway, 09 March 2025.  EPA-EFE/Gorm Kallestad  NORWAY OUT
epa11951192 Frida Karlsson from Sweden wins gold in the Women's 50 km Mass Start Free Technique at the FIS Nordic World Ski Championships in Trondheim, Norway, 09 March 2025. EPA-EFE/Gorm Kallestad NORWAY OUTEPA-EFE / GORM KALLESTAD