16. mars 2025 kl. 15:48
Íþróttir
Handbolti

ÍR færir sig ofar í Olísdeildinni

Selfoss fékk ÍR í heimsókn á Suðurlandið í Olísdeild kvenna í handbolta en gestirnir tóku sigurinn. ÍR tók fram úr snemma leiks og var snemma komið með fjögurra marka forystu í stöðunni 1-5. Selfoss minnkaði muninn í þrjú mörk en ÍR hélt því forskoti út fyrri hálfleik. Staðan var 10-13 í hálfleik. Selfoss minnkaði muninn í eitt mark þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 19-20 fyrir ÍR.

Katrín Tinna Jensdóttir í leik ÍR og ÍBV í Olís deild kvenna 18. september 2024
Katrín Tinna Jensdóttir var markahæst ÍR með fimm mörk.RÚV / Mummi Lú

Liðin skiptast því á sætum í deildinni, ÍR fer úr fimmta í fjórða og Selfoss úr fjórða í það fimmta.