16. mars 2025 kl. 19:21
Íþróttir
Handbolti

ÍBV vann mik­il­væg­an sigur á Stjörn­unni

Stjarnan og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handbolta í dag og þar lauk leiknum með sex marka sigri ÍBV, 18-24. ÍBV hafði yfirhöndina allan leikinn en lítið gekk hjá Stjörnukonum að jafna metin. Stjarnan hafði einungis skorað sex mörk í hálfleik en staðan var 6-9 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Birna Berg Haraldsdóttir í leik Vals og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með 8 mörk.RÚV / Mummi Lú

Eyjakonur héldu öruggri forystu út allan leikinn en mest munaði sjö stigum á liðunum.

Þrjú stig skildu liðin að í 7. og 8. sæti Olísdeildarinnar og því mikilvæg tvö stig sem Eyjakonur unnu í dag.

Aðrir eru að lesa