Manchester United venn Leicester 3-0. Rasmus Højlund skoraði fyrsta markið sem er jafnframt markið hans síðan í byrjun desember. Alejandro Garnacho skoraði annað markið eftir stoðsendingu frá Højlund. Þriðja markið skoraði Bruno Fernandes.
Rasmus Højlund leikmaður Manchester United.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN
Arsenal vann Chelsea 1-0. Mikel Merino skoraði eina markið á tuttugustu mínútu leiksins. Sigurinn er mikilvægur fyrir Arsenal sem reynir að saxa á forskot Liverpool.
Fulham vann 2-0 sigur á Tottenham. Mörkin tvö komu á tíu mínútna kafla. Það fyrra skoraði Rodrigo Munz á 78. mínútu og það síðara átti Ryan Sessegnon á 88. mínútu, aðeins mínútu eftir að hann kom inn á.