Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Fiorentina, skoraði þriðja og síðasta mark Fiorentina í 3-0 sigri á móti Juventus. Mark Alberts kom á 53. mínútu leiksins.
Liðin mættust í ítölsku A-deildinni á heimavelli Fiorentina í Flórens í dag.
Albert Guðmundsson fagnar markinu.EPA-EFE / CLAUDIO GIOVANNINI
Fyrri tvö mörkin sköruðu Robin Gosens og Rolando Mandragora á fyrstu átján mínútum leiksins. Fiorentina situr í áttunda sæti deildarinnar með 48 stig og Juventus í því fimmta með 52.