16. mars 2025 kl. 20:07
Íþróttir
Fótbolti

Albert skor­aði á móti Juvent­us

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Fiorentina, skoraði þriðja og síðasta mark Fiorentina í 3-0 sigri á móti Juventus. Mark Alberts kom á 53. mínútu leiksins.

Liðin mættust í ítölsku A-deildinni á heimavelli Fiorentina í Flórens í dag.

epa11968819 Fiorentina's Albert Gudmundsson celebrates after scoring the 3-0 goal during the Italian Serie A soccer match between ACF Fiorentina and Juventus FC, in Florence, Italy, 16 March 2025.  EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI
Albert Guðmundsson fagnar markinu.EPA-EFE / CLAUDIO GIOVANNINI

Fyrri tvö mörkin sköruðu Robin Gosens og Rolando Mandragora á fyrstu átján mínútum leiksins. Fiorentina situr í áttunda sæti deildarinnar með 48 stig og Juventus í því fimmta með 52.