Gerum þá kröfu á okkur að gera þetta vel

Einar Örn Jónsson

,

Sigur á Grikklandi í dag tryggir sæti á EM í fjórtánda sinn í röð. Það er augljóst markmið liðsins.

„Við gerum kröfu á okkur að gera það,“ segir Haukur.

Hann fékk stærra hlutverk í liðinu á miðvikudaginn var vegna þeirra miklu meiðsla sem herja á íslenska liðið. Sjálfum fannst honum takast vel til þó alltaf megi gera betur.

„Mér fannst það ganga ágætlega, held ég. Ég held við höfum bara gert þetta vel í fyrri leiknum og þurfum að gera það aftur. Við vorum að skoða okkur sjálfa og það er fullt af atriðum sem við getum gert betur, bæði varnar- og sóknarlega,“ segir Haukur.

„Við gerum kröfu á okkur að gera þetta vel, þó við vitum að við eigum að vinna og gerum þá kröfu.“

Leikur Íslands og Grikklands er klukkan 16 í dag og er sýndur beint á RÚV. Upphitun hefst í Stofunni klukkan 15:30.