„Eina djobbið mitt er að spila vel og bæta mig“

Anna Sigrún Davíðsdóttir

,

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur tryggt sæti sitt á EM 2026 með fræknum sigri á Grikklandi. Andri Már Rúnarsson átti frábæra innkomu en þetta var hans fjórði A-landsleikur. Andri segir leikdaginn tilfinningaríkan: „Hjartað sló hraðar fyrstu skrefin inn á gólfið, á bekknum og heima í morgun. Það er búinn að vera smá fiðringur í manni en það er partur af þessu.“

Fjölmargir lykilleikmenn liðsins glíma við meiðlsi og því rými fyrir nýrri leikmenn um þessar mundir. Andri segir sitt verkefni vera að spila vel og bæta sig.

„Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og hvað þá á stórmóti. Það er þjálfarateymisins að ákveða það, eina djobbið mitt er að spila vel og bæta mig, þá er það þeirra að ákveða hvort ég sé nógu góður eða ekki.“

„Ég er ánægður með innkomuna og til í meira.“