Keflavík vann Stjörnuna í kvöld í næstsíðustu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta, 107-98. Stjarnan gat tyllt sér í efsta sætið fyrir lokaumferðina en eftir sigur Keflavíkur situr Tindastóll á toppnum.
Spennan fyrir lokaumferðina er mikil. Stjarnan og Tindastóll eru með 30 stig, tveimur meira en Njarðvík sem mætir Stjörnunni í lokaumferðinni. Tindastóll mætir Val. Sigri Njarðvík Stjörnuna og Valur Tindastól verða Njarðvíkingar deildarmeistarar. Vinni bæði Tindastóll og Stjarnan verða Stólarnir deildarmeistarar.
Í hinum leik kvöldsins vann ÍR Hött 84-83. ÍR fór í 7. sæti með sigrinum. Keflavík jafnaði við Þór Þorlákshöfn í 9.-10. sæti.