Hugsaði sig um áður en hann valdi Ísland

Markvörðurinn Ísak Steinsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland gegn Grikklandi á miðvikudag í undankeppni EM í handbolta. Hann bjóst ekki við valinu svona snemma en hann er einungis 19 ára gamall.

Almarr Ormarsson

,

Ísak Steinsson er 19 ára handboltamarkmaður sem spilar með Drammen í Noregi. Hann hefur alla tíð búið þar í landi og gat valið á milli þess að spila með norska og íslenska landsliðinu.

„Ég hugsaði þetta alveg smá en svo valdi ég Ísland og hef aldrei séð eftir því. Ég er núna búinn að vera þrjú ár í yngri landsliðunum og þetta hefur bara verið geggjað.“

Fyrsti A-landsleikur Ísaks var á miðvikudaginn gegn Grikklandi. Hann segist ekki hafa átt von á kallinu svona fljótt:

„Alls ekki. Ég hef fengið að æfa með þeim nokkrum sinnum, t.d. núna í janúar og hef aðeins komist inn í hópinn. En ég var ekki að búast við þessu og þegar Snorri Steinn hringdi varð ég mjög spenntur.“

Ísak talar vel um liðsfélaga sína í landsliðinu:

„Þetta eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og mikið hægt að læra af þeim.“

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV