„Það eru sigurvegarar í hverju horni“
Vetrarheimsleikum Special Olympics fara fram á Ítalíu um þessar mundir. Magnús Orri Arnarson fylgdi íslensku keppendunum út og verður með innslög frá mótinu.
Fimm íslenskir keppendur eru skráðir til leiks. Victoria Ósk Guðmundsdóttir keppir í stórsvigi, Bjarki Rúnar Steinarsson og Védís Harðardóttir taka þátt í listhlaupi á skautum og Þórdís Erlingsdóttir og Ingólfur Bjartur Magnússon keppa í „unified“ dansi.
„Þetta er mjög gaman og það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt,“ sagði Victoria
„Þetta er stórbrotið. Það eru sigurvegarar í hverju horni,“ bætti þjálfari hennar við.
Aðspurð um markmiðið sagði Viktoría að hana langaði að reyna að vinna. Þá svaraði Magnús um hæl: „Reyna að vinna. En er samt ekki aðalmálið að hafa gaman og vera bara með?“
„Jú, það er líka það,“ svaraði Viktoría.