26. janúar 2025 kl. 17:04
Íþróttir
HM í handbolta 2025

Viktor valinn bestur af þjóð­inni í fjórða sinn

Viktor Gísli Hallgrímsson
Viktor.RÚV

Áhorfendur kusu Viktor Gísla Hallgrímsson mann leiksins í leik Íslands gegn Argentínu á HM karla í handbolta. Þetta er í fjórða skipti í sex leikjum sem hann er valinn sá besti. Hann hefur verið valinn einn af þremur bestu í öllum leikjunum.

Viktor var með 14 varin skot og 41% hlutfallsmarkvörslu. Auk þess varði hann eitt víti.

Óðinn Þór Ríkharðsson var annar í valinu en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum. Orri Freyr Þorkelsson var valinn sá þriðji besti.

Við hvetjum áhorfendur til að taka þátt í kosningum í RÚV stjörnum á leikdögum Íslands. Áhorfendur þurfa að ná í forritið.