Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

„Ég vissi reyndar ekki að Gunni væri að leikgreina fyrir hann“

Hans Steinar Bjarnason

„Þeir sem voru að leikgreina íslenska liðið fyrir þennan leik, Gunnar Magnússon og Dagur Sigurðsson [þjálfari], hafa leikgreint fyrir íslenska liðið sl. tíu árin eða svo, hvernig er að vita af því að þeir þekkja liðið ansi vel?

-Já, ég vissi reyndar ekki að Gunni væri að leikgreina fyrir hann, veistu að ég get alveg sagt þér að það skiptir ekki eins miklu máli og kannski fólk heldur. Jújú, Gunni þekkir kannski menn persónulega og getur farið inn á þær hliðar en það á ekki að vera valdur af svona mismun eins og var,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í Zagreb í gær.

Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og á ennþá möguleika á að komast í 8 liða úrslit. Ef Slóvenía nær stigi af Króatíu í kvöld kemst Ísland áfram.