Dagur: „Nógu erfitt var að vinna Ísland“
„Já, þessi var erfiður. Við þurftum að vinna Ísland með fjórum, það var nú nógu erfitt. Svo allt í einu þurftum við að vinna þennan með sex mörkum eftir byrjunina, komnir 5-0 undir.“
Dagur segir að ýmislegt hafi gengið á hjá sínum mönnum í leiknum, nokkrir þeirra séu laskaðir eftir átökin. „En höllin bar þá hálfa leið. Við vorum heppnir að komast inn í leikinn fyrir hlé.“
Dagur er nú kominn með króatíska liðið í 8 liða úrslit gegn Ungverjum sem hafa reynst íslenskum andstæðingum erfiðir undanfarin ár. „Heldurðu að sú bölvun elti þig líka? - Ég vona nú ekki en ég hef meiri áhyggjur af mínu liði núna. Þeir eru helvíti laskaðir.“