Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Snorri Steinn: „Vonin er ekkert rosalega mikil“

Hans Steinar Bjarnason

Að teikna upp leiktaktík skipti minna máli. „Já, það er eiginlega bara þannig. Við erum búnir að taka einn stuttan fund. Liðið hvílir sig alla vega á mér þennan daginn. Það er búið að vera nóg af fundum. Það hafa allir það verkefni að rífa sig í gang. Þú getur ekkert verið að vorkenna þér og hugsa, ef og hefði,“ sagði Snorri Steinn í morgun.

Hann segir að nóttin hafi verið löng og erfið.

„Eins og við var að búast. Við vorum töluvert frá okkar besta og þeir ganga á lagið. Við vissum alveg að þetta gæti farið svona. Það var svekkjandi þetta voru átta mörk í hálfleik. Mér fannst það óþarfi. Það er mjög auðvelt að tína til hluti hér og þar. Þegar upp er staðið þá er þetta rándýr fyrri hálfleikur sem gæti reynst okkur mjög dýr. Vonin er ekkert rosalega mikil.“