Mótmælandi truflaði leik Dana og Tékka
Seinni hálfleikur var nýhafinn þegar maðurinn, íklæddur bol með skilaboðum á, gekk inn á völlinn og tók confetti upp úr poka og dreifði í kringum sig. Maðurinn hafði nægan tíma til að athafna sig og var óáreittur í nokkurn tíma þar til Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana varð fyrstur til að ná til mannsins og hrinti hann honum í átt að útgöngusvæðinu áður en öryggisgæslan tók við manninum.
Þá tók við hreinsunarstarf þar sem bæði leikmenn, sjálfboðaliðar og starfsfólk sameinaðist um að hreinsa pappírssnifsið af vellinum. Leikurinn hófst svo að nýju fimm mínútum síðar þegar tekist hafði að hreinsa ruslið af vellinum. Hlynur Leifsson er eftirlitsmaður á leiknum.