Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

„Ég er hársbreidd frá því að labba héðan út“

Hans Steinar Bjarnason

Skiljanlega voru sérfræðingarnir misvel upplagðir.

„Ég get svo sem alveg byrjað þetta en ég er bara eiginlega hársbreidd frá því að labba héðan út, bara alveg nenni þessu ekki, þetta eru svo ótrúlega leiðinleg úrsit. Hörmulegt kvöld,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson sem nefndi að lokum útileik sem hann spilaði gegn Norður Makedóníu.

Ólafur Stefánsson nefndi Vestmannaeyjar sem erfiðan útivöll fyrir félagslið. „Ég man að Kobbi Sig var einhverntímann felldur af áhorfanda í hraðaupphlaupi og klukkan gekk líka skringilega hjá þeim. Landsliðslega var erfiðasti útileikvangur í Moskvu.“

Logi Geirsson nefndi fyrst heimavöll Veszprém í Ungverjalandi en valdi svo Celje Lasko í Slóveníu. „Ég hef aldrei heyrt önnur eins læti, hvorki fyrr né síðar. Það var ekki hægt að tala saman.“