Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG hóf leik á Bonnallack Trophy-mótinu í morgun. Þar mæta tólf bestu áhugakylfingar Evrópu liði Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur er fyrsti Íslendingurinn sem fær boð í mótið.
Leikjafyrirkomulag mótsins svipar til Ryder Cup og er haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Gunnlaugur Árni slær á mótinuEGA
Í dag spilaði Gunnlaugur Árni tvo leiki með Svíanum Algot Kleen en þeir eru einnig liðsfélagar í Louisiana State-háskólanum. Í fjórmenningi töpuðu þeir en unnu svo fjórleikinn. Eftir fyrsta keppnisdag eru liðin jöfn með 5 stig hvort.
Meðal kylfinga sem hafa tekið þátt á mótinu eru Justin Rose, Rory McIlroy, Jon Rahm og Hideki Matsuyama.