4. janúar 2025 kl. 17:47
Íþróttir
Sund

Rósa Kristín vann Sjómannabikarinn aftur

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug í dag þar sem Rósa Kristín Kristmannsdóttir úr Ármanni vann Sjómannabikarinn annað árið í röð. Rósa Kristín vann besta afrek mótsins í 50m skriðsundi þegar hún kom í bakkann á 37,14 sek. og hlaut 380 stig fyrir og þar með besta afrek mótsins.

Rósa Kristín Kristmannsdóttir 4. janúar 2025
Rósa Kristín Kristmannsdóttir vann Sjómannabikarinn annað árið í röð.Íþróttasamband fatlaðra

Þetta er í fertugasta sinn sem Nýárssundmótið er haldið en í ár var það með breyttu sniði. Þetta árið var opnað fyrir þátttöku 18 ára og eldri og komu allir sundmenn sem kepptu á Paralympics í París fyrir Íslands hönd að heimsækja mótið. Nánar er fjallað um mótið á vef Íþróttasambands fatlaðra.

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra 4. janúar 2025.
Það var að venju mikil gleði meðal þátttakenda á sundmótinu.Íþróttasamband fatlaðra