Hornamaðurinn Camilla Herrem hefur lagt skóna á hilluna eftir 19 ára feril með norska landsliðinu. Herrem er 38 ára gömul og hefur raðað inn mörkum og titlum með liðinu. Herrem hefur skorað 951 mörk í 332 leikjum og reynst Þóri Hergeirssyni afar vel í vinstra horninu.
Þórir fylgist með Caroline Herrem og liði sína fagna gullinu.EPA
Herrem hefur fylgt Þóri alla tíð en hún kom inn í landsliðið 2006 er Þórir var aðstoðarþjálfari. Hún lék á sínu fyrsta stórmóti 2008 en Þórir tók við liðinu 2009. Herrem vann alls 11 gullverðlaun á 20 mótum, rétt eins og Þórir.
Herrem hélt ákvörðuninni leyndri en Þórir og þjálfarateymið vissu af málinu. Úrslitaleikurinn á EM var því síðasti leikur hennar fyrir Noreg.