Fyrstu verðlaun Ungverja í 12 ár
Ungverjar unnu bronsverðlaunin á EM kvenna í handbolta í dag eftir sigur í æsispennandi bronsleik gegn Frökkum, 25-24. Þetta er í fjórða skipti sem Ungverjar vinna brons á EM en fyrstu verðlaun þeirra á stórmóti síðan 2012 þegar Ungverjar unnu einmitt brons.
Frakkar byrjuðu betur og komust mest tveimur mörkum yfir áður en Ungverjar sigu fram úr og náðu mest þriggja marka forystu. Ungverjar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og komust aftur þremur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. Leikurinn varð reyndar fljótt hnífjafn á ný og munaði ekki meira en einu marki á liðunum til leiksloka.
A moment of pure emotion for Hungary as they secure the bronze. A testament to their incredible spirit. #ehfeuro2024 #catchthespirit @MKSZhandball pic.twitter.com/X6ednSPzdq
— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024