15. desember 2024 kl. 15:55
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Fyrstu verð­laun Ung­verja í 12 ár

Ungverjar unnu bronsverðlaunin á EM kvenna í handbolta í dag eftir sigur í æsispennandi bronsleik gegn Frökkum, 25-24. Þetta er í fjórða skipti sem Ungverjar vinna brons á EM en fyrstu verðlaun þeirra á stórmóti síðan 2012 þegar Ungverjar unnu einmitt brons.

.
EPA / Mac Slovenick

Frakkar byrjuðu betur og komust mest tveimur mörkum yfir áður en Ungverjar sigu fram úr og náðu mest þriggja marka forystu. Ungverjar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og komust aftur þremur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. Leikurinn varð reyndar fljótt hnífjafn á ný og munaði ekki meira en einu marki á liðunum til leiksloka.