13. desember 2024 kl. 9:09
Íþróttir
Sund

Ís­lands­met­ið í boð­sundi slegið á EM

Boðsveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4x50 metra skriðsundi á EM í 25 metra laug í 2024.

Sveitina skipa þau Símon Elías Statkevicius (SH), Guðmundur Leó Rafnsson (ÍRB), Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH) og Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Álaborg).
Boðsveitin. Frá vinstri til hægri: Glæsilegt sund hjá Guðmundur, Snæfríður, Jóhanna, Símon.Sundsamband Íslands

Íslandsmetið í boðsundi í blönduðum sveitum var slegið í morgun. Synt var í 4x50 metra skriðsundi. Íslenska sveitin á EM í 25 metra laug í Búdapest fór á tímanum 1:34,12 og varð í 19. sæti. Sveitina skipa þau Símon Elías Statkevicius (SH), Guðmundur Leó Rafnsson (ÍRB), Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH) og Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Álaborg).

Fyrra metið var sett árið 2016 í Kanada. Sveitina þá skipuðu Aron Örn Stefánsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og systurnar Eygló Gústafsdóttir og Jóhanna Gerður Gústafsdóttir.

Einar Margeir Ágústson varð í 27. sæti í 200m bringusundi. Birnir Freyr Hálfdánarson varð í 51. sæti í 100m flugsund