Vala Dís Cicero bætti sinn besta tíma í 100 m fjórsundi í 25 m laug þegar hún synti á 1:03,06 í undanrásum HM í Búdapest í morgun. Besti tími hennar fyrir sundið í morgun var 1:03,94 og því um næstum því einnar sekúndu bætingu að ræða. Hún endaði í 29. sæti undanrásanna en 16 komust í undanúrslit.
SSÍ
Einar Margeir Ágústsson endaði svo í 20. sæti í 100 m fjórsundi karla. Hann jafnaði sinn besta tíma því hann synti á 54,36 sek.