Kanadakonan Summer McIntosh setti heimsmet í kvöld í 200m flugsundi á HM í 25 metra laug í Búdapest. Hún synti á 1:59.32 mínútum og sló þar með tíu ára gamalt met um 29 hundruðustu.
Hin bandaríska Gretchen Walsh setti svo sitt þriðja heimsmet í einstaklingsgrein á mótinu, í undanúrslitum 100m fjórsunds, 55,71 sek. Áður hafði Walsh tvíbætt heimsmetið í 50m flugsundi og verið í boðsundssveit Bandaríkjanna í 4x100m skriðsundi er sigraði á nýju heimsmeti.
Gretchen Walsh setti sitt þriðja heimsmet á mótinu í Búdapest.EPA-EFE / Robert Hegedus
Þessum úrslitahluta lauk svo með heimsmeti í 4x200m skriðsundi kvenna þar sem sveit Bandaríkjanna sló eldra met Ástralíu. Þar með hafa verið sett tíu heimsmet fyrstu þrjá daga mótsins.