12. desember 2024 kl. 20:00
Íþróttir
Sund

Tíu heims­met á fyrstu þremur dög­un­um

Kanadakonan Summer McIntosh setti heimsmet í kvöld í 200m flugsundi á HM í 25 metra laug í Búdapest. Hún synti á 1:59.32 mínútum og sló þar með tíu ára gamalt met um 29 hundruðustu.

Hin bandaríska Gretchen Walsh setti svo sitt þriðja heimsmet í einstaklingsgrein á mótinu, í undanúrslitum 100m fjórsunds, 55,71 sek. Áður hafði Walsh tvíbætt heimsmetið í 50m flugsundi og verið í boðsundssveit Bandaríkjanna í 4x100m skriðsundi er sigraði á nýju heimsmeti.

epa11772601 Gretchen Walsh of the US smiles after she won the gold medal in the final of the women's 100m freestyle of the World Aquatics Swimming Championships in Duna Arena in Budapest, Hungary, 12 December 2024.  EPA-EFE/Robert Hegedus HUNGARY OUT
Gretchen Walsh setti sitt þriðja heimsmet á mótinu í Búdapest.EPA-EFE / Robert Hegedus

Þessum úrslitahluta lauk svo með heimsmeti í 4x200m skriðsundi kvenna þar sem sveit Bandaríkjanna sló eldra met Ástralíu. Þar með hafa verið sett tíu heimsmet fyrstu þrjá daga mótsins.