Athugið að þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul

„Það er nóg pláss á hillunni heima“

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Sonja hlýtur nú þennan heiður í fimmta sinn. „Þetta er bara orðið hefð. Að taka bikarinn. Það er nóg pláss á hillunni heima.“

„Ég átti ekki von á þessu en ég hafði trú á mér að halda í bikarinn, og ég gerði það.“

Paralympics í París standa upp úr hjá Sonju sem fékk covid í París. „Það skemmdi ekki neitt en það hjálpaði kannski bara til.“

Þrátt fyrir að hafa verið lengi að er hún ekkert á þeim buxunum að hætta. „Ég er ekkert að fara að hætta. Ég er búin að æfa í 27 ár og þetta er besta hreyfingin sem maður getur fengið.“

Sonja setti ellefu Íslandsmet á árinu og keppti á Norðurlandamóti, EM og Paralympics. Hún komst í úrslit í 50 metra baksundi í París. Hún hlaut nafnbótina íþróttakona ársins 2008, 2009, 2016, 2023 og 2024.