Athugið að þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul

Snæfríður: „Þetta var svolítið skrýtið“

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

„Þetta var aðeins meira stressandi, en að ná að bæta mig aftur er geggjað.“ Í undanúrslitum er meira umstang heldur en í undanrásum í morgun. Keppendur eru kynntir á sérstökum snúningspalli. „Þetta var svolítið skrýtið. En ég reyndi bara að vera ekki að pæla of mikið í þessu. Þetta var persónulega svolítið stressandi að þurfa að vera á þessum palli - og reyna að detta ekki. En þetta gekk.“

Snæfríður komst í undanúrslit í 100 metra skriðsundi en 200 metra skriðsund er hennar aðalgrein. Snæfríður keppir á sunnudaginn. „Þetta er svona boost. Ég hlakka til á sunnudaginn.“

Sýnt er beint frá undanrásum á mótinu frá 07:55.