11. desember 2024 kl. 14:21
Íþróttir
Golf

Scheffler jafnaði met Tigers

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler jafnaði met Tigers Woods er hann fékk verðlaun sem kylfingur ársins á PGA mótaröðinni þriðja tímabilið í röð.

epa09043329 Scottie Scheffler of the US, one of several players wearing a red top and black pants as a tribute to Tiger Woods, hits out of a bunker on the second hole during the final round of the World Golf Championships - Workday Championship at The Concession golf tournament in Bradenton, Florida, USA, 28 February 2021.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
Scheffler keppti árið 2021 í klæðnaði sem var til heiðurs Tigers. Rauður bolur og svartar buxur voru einkenni Tigers um árabil.EPA-EFE / ERIK S. LESSER

Scheffler er efstur á heimlistanum og tók heim Jack Nicklaus-verðlaunin þar sem hann hlaut 91% atkvæða. Kylfingar mótaraðarinnar kjósa um kylfing ársins. Scheffler vann sjö titla á tímabilinu og var það í fyrsta sinn frá árinu 2007 þegar Tiger Woods náði því afreki.

Rory McIlroy hefur fengið verðlaunin þrisvar en þó ekki þrisvar í röð. Tiger hefur fengið verðlaunin ellefu sinnum á ferlinum. Hann fékk þau fimm sinnum í röð frá 1999 til 2003 og svo aftur þrisvar í röð frá 2005 til 2007.