Liðskonur Þóris Hergeirssonar spiluðu stórvel í leik sínum á móti Sviss og unnu leikinn sannfærandi 24-40. Liðið tók snemma forystu í leiknum en í hálfleik stóðu stigin 13-24.
Norska liðið er taplaust á Evrópumótinu og var fyrir leikinn búið að tryggja sig inn í undanúrslit.
Ingvild Kristiansen Bakkerud, leikmaður norska liðsins, skýtur að marki.EPA-EFE / CHRISTIAN BRUNA
Norska liðið mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudag í Vínarborg.