11. desember 2024 kl. 21:10
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Nor­eg­ur flýgur inn í und­an­úr­slit

Liðskonur Þóris Hergeirssonar spiluðu stórvel í leik sínum á móti Sviss og unnu leikinn sannfærandi 24-40. Liðið tók snemma forystu í leiknum en í hálfleik stóðu stigin 13-24.

Norska liðið er taplaust á Evrópumótinu og var fyrir leikinn búið að tryggja sig inn í undanúrslit.

epa11771332 Ingvild Kristiansen Bakkerud of Norway (L) in action against Lea Schuepbach of Switzerland (R) during the EHF Women's EURO 2024 main round handball match between Switzerland and Switzerland, in Vienna, Austria, 11 December 2024.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
Ingvild Kristiansen Bakkerud, leikmaður norska liðsins, skýtur að marki.EPA-EFE / CHRISTIAN BRUNA

Norska liðið mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudag í Vínarborg.

Þá mætast einnig Frakkland og Danmörk.

Leikirnir verða sýndir í beinni á RÚV 2.

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV