Danmörk tryggði sér síðasta sætið í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta rétt í þessu. Liðið vann 30-26 sigur gegn Hollandi. Leikurinn var úrslitaleikur um undanúrslitasæti.
Anna Mette Hansen fagnar marki í kvöld.EHF
Þær dönsku héldu sannfærandi forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-13, Dönum í vil. Holland setti mikla pressu á Dani en þær unnu að lokum fjögurra marka sigur. Anne Mette Hansen var atkvæðamest í danska liðinu með sjö mörk. Dione Housheer var markahæst allra í kvöld með tíu mörk.
Danir mæta Frökkum í undanúrslitum og Norðmenn mæta Ungverjum. Leikirnir fara fram klukkan 16:45 og 19:30 13. desember næstkomandi.