Athugið að þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul

„Þarna er verið að gera einhvern ofurkrakka“

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

„Besti sögunnar er erfitt. Hann er án efa kominn í topp fimm samtalsins. Hann er að vinna fjórða titilinn í röð,“ sagði Bragi en einungis fjórir aðrir ökuþórar hafa náð því. „En, jú, hann er farinn að banka á dyrnar yfir að vera bestur allra tíma. Það er erfitt að horfa fram hjá titlum Schumachers og Hamiltons sem eru með sjö báðir. En ætli þetta verði ekki bara sonur Max,“ sagði hann og ræddi ættfræði ófædds barns Verstappens. Ættingjar þess eiga ófáa titla. „Þarna er verið að gera einhvern ofurkrakka“.

Bragi fór einnig yfir titil McLarens, baráttu Verstappens og Piastris í Abu Dhabi auk slakrar frammistöðu Sergio Perez. „Hann er búinn að vera agalegur. Þetta er næstversti árangur liðsfélaga heimsmeistara síðan 1994, þegar Jos Verstappen, pabbi Max, var liðsfélagi Michaels Schumacher.“