Svíþjóð vann Svartfjallaland og tryggði sér þar með þriðja sætið í milliriðlinum, 25-24. Því spilar liðið umspil um 5. sætið á EM. Fimmta sætið getur skipt máli upp á að tryggja sér sæti á HM á næsta ári. Það skýrist á morgun hvort Holland eða Danmörk verður síðasta liðið í undanúrslitum. Ef Holland fer áfram gefur 5. sætið sæti á HM.
Elin Hansson fagnar marki á EM.EHF
Fyrir leikinn var Svartfjallaland með fjögur stig en Svíar tvö. Innbyrðis viðureignir skera úr um sæti. Svíar leiddu stærstan hluta leiksins en Svartfellingar náðu í tvígang eins marks forskoti. Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14. Undir lok leiks gáfu Svartfellingar sig alla til að jafna, en allt kom fyrir ekki.