Frakkar tryggðu sér toppsætið í milliriðli I á EM kvenna í handbolta með sigri á Ungverjum, 27-30.
Frakki skýtur að marki gegn Rúmeníu.EHF
Liðin voru fyrir leikinn bæði komin áfram í undanúrslit. Nú er hins vegar ljóst að Frakkar mæta annað hvort Dönum eða Hollendingum í undanúrslitum. Það skýrist á morgun hvort liðið fylgir Noregi upp úr milliriðli II. Því munu Ungverjaland og Noregur mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Það skýrist í kvöld hvort Svartfjallaland eða Svíþjóð fer í umspil um 5. sæti er liðin mætast.
Fyrr í dag vann Pólland lið Rúmeníu með fimm mörkum, 24-29. Pólland varð í neðsta sæti og Rúmenía næstneðsta. Með tapinu hvarf von Rúmeníu um 5. sætið.