10. desember 2024 kl. 13:24
Íþróttir
EM í handbolta 2024

EM í dag: Úrslit ráðast í mill­ir­iðli 1

Lokaumferð milliriðlakeppni EM í handbolta hefst í dag með þremur leikjum. Allir þrír eru í milliriðli 1. Þar er ljóst hvaða lið enda í efstu tveimur sætunum, Ungverjaland og Frakkland. Baráttan stendur um þriðja sætið, sem á endanum spilar svo um 5. sæti mótsins. Þar berjast Svartfjallaland (4 stig), Svíþjóð (2 stig) og Rúmenía (2 stig). Innbyrðisstaða liðanna er snúin; Svartfjallaland vann Rúmeníu með 2 marka mun og Rúmenía vann Svíþjóð með 2 marka mun. Svíþjóð og Svartfjallaland mætast svo á eftir.

Leikir dagsins eru:
Kl. 14:30 Rúmenía-Pólland á RÚV
Kl. 17:00 Ungverjaland-Frakkland á RÚV 2
Kl. 19:30 Svíþjóð-Svartfjallaland á RÚV 2

epa11765555 Katrin Klujber of Hungary gestures during the EHF Women's EURO 2024 Championship third round match between Hungary and Romania in Debrecen, Hungary, 08 December 2024.  EPA-EFE/Zsolt Czegledi HUNGARY OUT
EPA-EFE / Zsolt Czegledi

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV