Lokaumferð milliriðlakeppni EM í handbolta hefst í dag með þremur leikjum. Allir þrír eru í milliriðli 1. Þar er ljóst hvaða lið enda í efstu tveimur sætunum, Ungverjaland og Frakkland. Baráttan stendur um þriðja sætið, sem á endanum spilar svo um 5. sæti mótsins. Þar berjast Svartfjallaland (4 stig), Svíþjóð (2 stig) og Rúmenía (2 stig). Innbyrðisstaða liðanna er snúin; Svartfjallaland vann Rúmeníu með 2 marka mun og Rúmenía vann Svíþjóð með 2 marka mun. Svíþjóð og Svartfjallaland mætast svo á eftir.
Leikir dagsins eru: Kl. 14:30 Rúmenía-Pólland á RÚV Kl. 17:00 Ungverjaland-Frakkland á RÚV 2 Kl. 19:30 Svíþjóð-Svartfjallaland á RÚV 2