Danir hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum fyrir úrslitaleik sinn um sæti í undanúrslitum á EM í handbolta. Liðið mætir Hollandi í lokaleik liðanna í milliriðli á morgun. Ef Holland vinnur fara þær appelsínugulu áfram í undanúrslit en Dönum nægir jafntefli.
Danski varamannabekkurinn og þjálfarateymi í leik gegn Slóveníu.EHF
Línumaðurinn reyndi Sarah Iversen og markvörðurinn Althea Reinhard munu ekki verða með. Iversen sleit krossband í gær gegn Slóveníu og Reinhard hlaut höfuðhristing á æfingu. Hún fékk firnafast skot í höfuðið.