9. desember 2024 kl. 19:03
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Þórir með Noreg í und­an­úr­slit í sjötta sinn

Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar er komið í undanúrslit á EM kvenna í handbolta. Liðið sigraði Þýskaland, 32-27. Þetta er í sjöunda skipti sem Þórir fer með liðið í undanúrslit á EM. Þórir hefur unnið EM fimm sinnum með liðið.

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handbolta í leik á Ólympíuleikunum í París 2024.
Þórir fagnar með norska liðinu á ÓL í sumar.AP

Nú er einn leikur eftir í milliriðlum en Þórir getur nýtt tækifærið og hvílt lykilleikmenn fyrir undanúrslitin.

Noregur var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13. Henny Reistad leiddi sóknarleik liðsins með níu mörkum en auk þess bætti hún við fjórum stoðsendingum. Ljóst er að annað hvort Ungverjaland eða Frakkland bíður Noregs.

Danir geta tekið stórt skref í átt að undanúrslitum með sigri í kvöld gegn Slóveníu.

Fleiri íþróttafréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV