9. desember 2024 kl. 16:11
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Hol­lend­ing­ar fóru létt með Sviss

Holland vann heimakonur í Sviss með átta marka mun í milliriðli á EM í handbolta rétt í þessu, 29-37. Sviss leiddi í upphafi leiks en eftir að Holland náði forskotinu létu þær það aldrei eftir. Forskotið var orðið átta mörk í hálfleik og hélst það út leikinn.

Hollenska liðið eftir sigur gegn Ísland á EM kvenna í handbolta 2024.
Sigurreyfir Hollendingar.EHF/Kolektiff

Zoe Sprengers í horninu hjá Hollandi var markahæst með sjö mörk. Daphne Gautschi hjá Sviss var allt í öllu í sóknarleik þeirra og skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar.

Holland mætir Danmörku í lokaleik riðilsins. Það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum. Danir mæta Slóvenum í leik sem hefst klukkan 19:30 í kvöld.