Ungverjaland í undanúrslit
Ungverjar voru yfir í hálfleik 20-15 og náðu mest átta marka forystu í seinni hálfleik. Sigur þeirra var í raun aldrei í hættu og Katrin Gitta Klujber skoraði 10 mörk fyrir Ungverja.
Ungverjar hafa unnið alla sex leiki sína á mótinu til þessa og eru öruggir í undanúrslit þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í riðlinum. Frakkar geta einnig tryggt sig áfram með sigri á Svíum í kvöld en Frakkar og Ungverjar mætast í lokaumferð riðilsins á þriðjudag.
Frakkar mæta Svíum klukkan 19:30 og verður sá leikur eingöngu sýndur í beinu streymi hér á ruv.is.