Frakkar í undanúrslit
Frakkar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13 og náðu fljótt átta marka forystu í seinni hálfleik. En þá kom góður kafli hjá Svíum sem minnkuðu muninn niður í þrjú mörk en nær komust þær sænsku ekki. Leikurinn var sýndur í beinu streymi hér á ruv.is og er hægt að horfa á hann hér í spilaranum.
Frakkar og Ungverjar eru efstir í milliriðli 1 með 8 stig og mætast í lokaumferðinni á þriðjudag. Bæði liðin eru komin í undanúrslit og verður leikur þeirra í lokaumferðinni því úrslitaleikur um toppsætið í riðlinum.
Næst síðasta umferðin í milliriðli 2 verður leikin á morgun.