7. desember 2024 kl. 21:07
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Stórsigrar hjá Danmörku og Noregi

Leikið var í milliriðli tvö á EM kvenna í handbolta í dag.

Danmörk vann Þýskaland, 30-22. Danir leiddu 15-13 í hálfleik, Þjóðverjar komust yfir í seinni hálfleik en leikur þeirra hrundi og Danir unnu að lokum stórsigur.

Holland og Noregur mættust í lokaleik dagsins og reiknuðu margir með hörkuleik. Hann varð hins vegar aldrei spennandi því sóknarleikur Hollands var í molum og Norðmenn unnu þægilega, 21-31.

epa11542797 Goalkeeper Katrine Lunde of Norway reacts during the Women's Gold Medal Match between Norway and France of the Handball competitions in the Paris 2024 Olympic Games, at the Pierre Mauroy Stadium in Villeneuve-d'Ascq, France, 10, August, 2024.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í marki NoregsEPA-EFE / ALEX PLAVEVSKI

Fyrr í dag vann Slóvenía Sviss, 25-34. Þegar tvær umferðir eru eftir er Noregur efst með sex stig, Danmörk og Holland eru með fjögur stig, Slóvenía og Þýskaland tvö og Sviss er stigalaust á botninum.

Úrslit og staðan í riðlunum.