Leikið var í milliriðli tvö á EM kvenna í handbolta í dag.
Danmörk vann Þýskaland, 30-22. Danir leiddu 15-13 í hálfleik, Þjóðverjar komust yfir í seinni hálfleik en leikur þeirra hrundi og Danir unnu að lokum stórsigur.
Holland og Noregur mættust í lokaleik dagsins og reiknuðu margir með hörkuleik. Hann varð hins vegar aldrei spennandi því sóknarleikur Hollands var í molum og Norðmenn unnu þægilega, 21-31.
Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í marki NoregsEPA-EFE / ALEX PLAVEVSKI
Fyrr í dag vann Slóvenía Sviss, 25-34. Þegar tvær umferðir eru eftir er Noregur efst með sex stig, Danmörk og Holland eru með fjögur stig, Slóvenía og Þýskaland tvö og Sviss er stigalaust á botninum.