7. desember 2024 kl. 16:06
Íþróttir
EM í handbolta 2024

Slóven­ía vann fyrsta leik dags­ins

Leikið er í milliriðli 2 á EM kvenna í handbolta í dag. Í fyrsta leik dagsins hafði Slóvenía betur gegn Sviss, 25-34.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og Slóvenar leiddu með einu marki að honum loknum, 16-17. Slóvenía skoraði fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins en Sviss tókst að skora. Þegar 13 mínútur lifðu leiks slökknaði hins vegar algjörlega á sókn Sviss og Slóvenía skoraði átta mörk í röð og gerðu algjörlega út um leikinn.

Þetta voru fyrstu stig Slóveníu í milliriðli en Sviss er enn stigalaust.

epa11758865 Ziva Copi of Slovenia (R) in action against Holte Yara Ten of the Netherlands (L) during the EHF Women's EURO 2024 main round handball match between Netherlands and Slovenia, in Vienna, Austria, 05 December 2024.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
EPA-EFE / CHRISTIAN BRUNA

Leikir dagsins:

17:00 Danmörk - Þýskaland [RÚV 2]
19:30 Holland - Noregur [RÚV 2]