Leikið er í milliriðli 2 á EM kvenna í handbolta í dag. Í fyrsta leik dagsins hafði Slóvenía betur gegn Sviss, 25-34.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og Slóvenar leiddu með einu marki að honum loknum, 16-17. Slóvenía skoraði fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins en Sviss tókst að skora. Þegar 13 mínútur lifðu leiks slökknaði hins vegar algjörlega á sókn Sviss og Slóvenía skoraði átta mörk í röð og gerðu algjörlega út um leikinn.
Þetta voru fyrstu stig Slóveníu í milliriðli en Sviss er enn stigalaust.