6. desember 2024 kl. 16:32
Íþróttir
EM í handbolta 2024
Svíar í vondum málum
Rúmenar gerðu sér lítið fyrir og unnu Svía í milliriðli eitt á EM kvenna í handbolta í dag, 25-23. Svíum sem var spáð sæti í undanúrslitum hefur ekki gengið nógu vel á mótinu til þessa. Þetta var nefnilega annað tap liðsins á mótinu.
Fyrir vikið eru Svíar nú tveimur stigum á eftir Frökkum og Ungverjum sem bæði eiga leik til góða á Svía. Frakkar mæta Svartfellingum núna klukkan 17:00 í beinni útsendingu á RÚV 2. Tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit EM.